Evrópskir dómarar með merkibrúsana

Dómarinn Noumandiez Desire Doue beitir úðabrúsanum í leik Síle og …
Dómarinn Noumandiez Desire Doue beitir úðabrúsanum í leik Síle og Ástralíu á HM í Brasilíu. AFP

Knattspyrnusambönd Ítalíu og Spánar hafa ákveðið að taka upp notkun merkibrúsa sem dómarar nota til að sýna hvar aukaspyrnur skuli vera teknar og hvar varnarveggurinn megi standa.

Merkibrúsarnir hafa verið notaðir í Suður-Ameríku undanfarin ár og heimsbyggðin fékk að sjá þá í fyrsta skipti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar þar sem dómarar úðuðu miskunnarlaust hvítar línur á völlinn, með góðum árangri. Línurnar gufa síðan upp á örstuttum tíma.

Ítalir ákváðu í síðustu viku að nota úðabrúsana í leikjum þar í landi á komandi keppnistímabili og nú hafa Spánverjar líka samþykkt notkun þeirra í tveimur efstu deildunum í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert