Fyrrverandi Stjörnumaður mætir Íslandi

Alexander Scholz, fyrir miðju, er í U21-landsliðshópi Dana.
Alexander Scholz, fyrir miðju, er í U21-landsliðshópi Dana. mbl.is/Árni Sæberg

Danir verða án fimm öflugra leikmanna sem gjaldgengir eru með U21-landsliði þjóðarinnar, þegar liðið mætir Íslandi í umspili um sæti á EM í knattspyrnu 10. og 14. október.

Leikmannahópur Dana var kynntur í dag og þar kom í ljós að þeir Uffe Bech, lærisveinn Ólafs Kristjánssonar hjá Nordsjælland, og Yussuf Poulsen leikmaður Leipzig yrðu ekki með gegn Íslandi. Þeir voru valdir sem nýliðar í A-landslið Dana fyrir leiki í undankeppni EM.

Þá eru þeir Christian Eriksen hjá Tottenham, Nicolai Boilesen hjá Ajax og Pierre Emile Höjberg hjá Bayern München allir áfram með A-landsliðinu þó að þeir séu gjaldgengir með U21-liðinu.

Leikmannahóp U21-liðs Dana má sjá hér að neðan. Í honum er meðal annars fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, miðvörðurinn Alexander Scholz.

Hópurinn:

Markverðir:
David Jensen, FC Nordsjælland
Jakob Busk, AC Horsens

Varnarmenn:
Alexander Scholz, Lokeren
Andreas Christensen, Chelsea
Frederik Sørensen, Juventus
Jannik Vestergaard, Hoffenheim
Jens Jønsson, AGF
Jonas Knudsen, Esbjerg
Jores Okore, Aston Villa
Riza Durmisi, Brøndby

Miðjumenn:
Jeppe Andersen, Esbjerg
Lasse Vigen, Fulham
Lucas Andersen, Ajax
Andrew Hjulsager, Brøndby
Nicolaj Thomsen, AaB

Sóknarmenn:
Danny Amankwaa, FC Kaupmannahöfn
Yussuf Toutouh, FC Kaupmannahöfn
Andreas Cornelius, FC Kaupmannahöfn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert