Raúl tekur fram skóna í Bandaríkjunum

Raúl er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid.
Raúl er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid. AFP

Spænska knattspyrnugoðsögnin Raúl hefur ákveðið að lengja í knattspyrnuferli sínum og ganga í raðir bandaríska liðsins New York Cosmos, sem leikur í næstefstu deild.

Frá þessu greinir ESPN. Raúl lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa síðast verið á mála hjá Al Sadd í Katar um tveggja ára skeið. Áður var hann leikmaður Schalke í tvö tímabil, eftir sextán ára feril sem ein helsta stjarna Real Madrid.

Raúl varð sex sinnum spænskur meistari með Real og þrívegis Evrópumeistari. Hann hefur skorað flest mörk í sögu félagsins eða 323 mörk í öllum keppnum. Með spænska landsliðinu skoraði hann 44 mörk í 102 landsleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka