Robben bitinn af krókódíl

Arjen Robben með umbúðir um hendina.
Arjen Robben með umbúðir um hendina.

Arjen Robben, leikmaður FC Bayern, var bitinn í höndina af krókódíl í morgun samkvæmt þýska blaðinu Bild. Robben slapp þó betur en á horfðist en er lemstraður á hendinni eftir átökin.

Bæjarar eru í æfingabúðum í Katar og fór bolti út í vatn sem Robben ætlaði að sækja. Þar var hins vegar skriðdýrið sem Robben sá ekki. En betur fór en á horfðist og slapp hann betur en fyrirsögnin gefur til kynna. 

Bild segir að meiðslin séu á vinstri hendi en þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás krókódíls kláraði Robben æfinguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert