Rautt eftir 28 sekúndur (myndskeið)

Dómarinn Kevin Blom vísar Jetro Willems af velli.
Dómarinn Kevin Blom vísar Jetro Willems af velli. EPA

Jetro Willems leikmaður PSV Eindhoven skráði nafn sitt í sögubækurnar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Blom fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 28 sekúndur þegar PSV hafði betur gegn Breda á útvelli. Aldrei áður hefur leikmaður fengið reisupassann svo fljótt í hollensku deildinni.

Þrátt fyrir að leika manni nær allan tímann hrósaði PSV 2:0 sigri og styrkti þar með stöðu sína í toppsæti deildarinnar.

Hinn 19 ára gamli Hjörtur Hermannsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi aðalliðs PSV en hann sat á varamannabekknum allan tímann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert