Gera Baldur að bakverði

Baldur Sigurðsson lék sem miðjumaður hjá KR.
Baldur Sigurðsson lék sem miðjumaður hjá KR. mbl.is/Eggert

Baldur Sigurðsson hafði í vetur vistaskipti í fótboltanum en fyrirliði KR-inga samdi við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE. Þjálfari liðsins, Lars Söndegaard, er mjög ánægður með Mývetninginn sem spilar nú í nýrri stöðu. Baldur hefur mest á sínum ferli spilað á miðjunni en hefur af og til leyst miðvarðarstöðuna en hjá Sönderjyske hefur hann leikið í stöðu hægri bakvarðar.

„Hann er mjög snjall leikmaður og þótt þessi staða sé ný fyrir honum hefur hann leyst hana vel. Hann er góður með boltann og að byggja upp spilið svo ég ætla að halda honum í þessari stöðu,“ segir Söndegaard við danska blaðið JydskeVestkysten.

Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst að loknu vetrarhléi þann 22. febrúar en eftir 17 umferðir af 33 er Sönderjyske í 9. sæti af 12 liðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert