Real Madrid er verðmætasta knattspyrnufélag í heimi samkvæmt nýjum lista Forbes tímaritsins en félagið er metið á 2,13 milljarða punda eða um tæpa 442 milljarða íslenskra króna.
Næstir koma erkifjendur þeirra í Barcelona en Katalóníufélagið er metið á 2,07 milljarða punda, eða 397 og hálfan milljarð íslenskra króna.
Listann má sjá hér að neðan.
Manchester United er langstærst af ensku félögunum á þessum lista, í 3. sæti og er metið á 2,03 milljarða punda, eða 396 milljarða íslenskra króna.
Tíu verðmætustu knattspyrnufélög í heimi:
1 Real Madrid 2,13 milljarðar punda
2 Barcelona 2,07 milljarðar punda
3 Manchester United 2,03 milljarðar punda
4 Bayern München 1,54 milljarðar punda
5 Manchester City 905 milljónir punda
6 Chelsea 898 milljónir punda
7 Arsenal 859 milljónir punda
8 Liverpool 644 milljónir punda
9 Juventus 549 milljónir punda
10 AC Milan 508 milljónir punda