Lést eftir að hafa lent á steinvegg (myndskeið)

Argentínska knattspyrnusambandið hefur frestað öllum leikjum um komandi helgi vegna andláts leikmanns úr 4. deildinni en hann lést af völdum höfuðáverka sem hann fékk í leik með liði sínu.

Emanuel Ortega, leikmaður San Martin de Burzaco frá höfuðborginni Buenos Aires, höfuðkúpubrotnaði í síðustu viku þegar leikmaður frá erkifendunum í Juventud Unida ýtti þegar þeir voru í baráttu um boltann og lenti Ortega á steinsteyptum vegg sem er umhverfis völlinn með fyrrgreindum afleiðingum.

Ortega, sem var 21 árs gamall, lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa gengið undir tvær aðgerðir. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá atvikið þegar Orega lenti á steinveggnum en varað er viðkvæma við að skoða það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert