Tveir titlar í höfn hjá Barcelona

Börsungar fögnuðu gríðarlega að leikslokum.
Börsungar fögnuðu gríðarlega að leikslokum. AFP

Barcelona varð í kvöld bikarmeistari í knattspyrnu í 27. sinn og hélt þar með áfram að bæta met sitt yfir flesta bikarmeistaratitla í sögu Spánar.

Börsungar unnu Athletic Bilbao 3:1. Þeir komust í 2:0 í fyrri hálfleik með tveimur stórglæsilegum mörkum. Fyrst skoraði Lionel Messi eftir magnaðan einleik og svo Neymar eftir að meistararnir sundurspiluðu vörn Bilbao.

Messi bætti við þriðja marki Barcelona korteri fyrir leikslok með laglegum hætti eftir sendingu Dani Alvés en hinn tvítugi Inaki Williams minnkaði muninn með skalla skömmu síðar.

Barcelona hefur því landað spænska meistaratitlinum og bikarmeistaratitlinum, og getur fullkomnað þrennuna með því að vinna Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert