Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er sagður á förum frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Köbenhavn til þýska B-deildarliðsins Nürnberg.
Dönsku blöðin Ekstra Bladet og BT greina frá þessu í dag og segja að Rúrik muni semja til þriggja ára við Nürnberg sem féll úr A-deildinni í fyrra og hafnaði í 9. sæti í B-deildinni á síðustu leiktíð.
Rúrik er 27 ára gamall sem hefur leikið með FC Köbenhavn frá árinu 2012 en þar áður lék hann með dönsku liðunum OB og Viborg og þá var hann á mála hjá enska liðinu Charlton.