Rúrik vonast til að verða seldur

Rúrik Gíslason í leik með FCK.
Rúrik Gíslason í leik með FCK. AFP

Rúrik Gíslason spilaði ef til vill sinn síðasta leik með FC Kaupmannahöfn í dag þegar liðið lagði Hobro, 1:0, í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Eins og greint var frá á mbl.is í dag er Rúrik orðaður við Nürnberg í Þýskalandi og staðfesti hann sjálfur í samtali við danska fjölmiðla eftir leikinn að hann væri líklega á förum.

„Félögin hafa rætt saman og ég hef rætt við Solbakken [þjálfara FCK]. Nú verðum við bara að sjá hvað gerist á næstu dögum. Ég á bara eitt ár eftir af samningi mínúm og ég vil eiginlega frekar að félagið selji mig og fái pening fyrir heldur en að ég fari frítt eftir ár,“ sagði Rúrik.

Rúrik hef­ur leikið með FC Kö­ben­havn frá ár­inu 2012 en þar áður lék hann með dönsku liðunum OB og Vi­borg og þá var hann á mála hjá enska liðinu Charlt­on. Hann mun nú koma til móts við íslenska landsliðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert