Holland vann í Lettlandi

Robin van Persie í leiknum gegn Lettlandi í kvöld.
Robin van Persie í leiknum gegn Lettlandi í kvöld. AFP

Hollendingar, sem leika í sama riðli og Ísland í undakeppni Evrópumeistaramótsins, lögðu Letta að velli í kvöld 2:0 en leikið var í Lettlandi.

Leikurinn var engan vegin auðveldur fyrir Hollendinga sem tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á 67. mínútu en þar var að verki Georginio Wijnaldum.

Aðeins fjórum mínútum síðar kom Luciano Narsingh liðinu í 2:0 og sigurinn í höfn.

Hollendingar eru nú aðeins þremur stigum frá Tékkum sem töpuðu 2:1 gegn Íslandi í kvöld ein eins og alþjóð veit.

Ísland hefur 15 stig, Tékkar 13, Holland 10, Tyrkland 8, Lettland 3 og Kasakstan 1.

Luciano Narsingh skoraði síðara mark Hollendinga í kvöld.
Luciano Narsingh skoraði síðara mark Hollendinga í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert