Jón Daði á förum frá Viking Stavanger?

Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson mbl.is / Eggert Jóhannesson

Samkvæmt frétt í Aftenbladet, staðarblaðinu í Stavanger, hefur íslenski landsliðsframherjinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson ákveðið að yfirgefa herbúðir Viking Stavanger. Jón Daði vill þó ekki segja til af eða á um téðan orðróm.

Jón Daði segir eftirfarandi í viðtali við Aftenbladet: 

„Við sjáum til hvað gerist. Þar sem Veton Berisha fer frá félaginu í sumar mun ég að öllum líkindum fá meiri spiltíma á næsta tímabili. Það er jákvætt.“

Aftenbladet segist hafa heimildir fyrir því að Jón Daði hafi þrátt fyrir vonir og væntingar um meiri spiltíma ákveðið að yfirgefa félagið á næstunni. Jón Daði vildi ekkert gefa upp um hvort að það ætti við rök að styðjast.

Jón Daði hafnaði nýju samningstilboði Viking Stavanger í vetur, en óvissa með hver mun þjálfa og stýra liðinu á næsta tímabili átti sinn þátt í því að Jón Daði hafnaði samningstilboðinu. Auk þess var Jón Daði ekki ánægður með lítinn spiltíma á síðastliðnu tímabili.

„Ég ætla að bíða og sjá hvaða framtíðaráform félagið hefur. Það er þó ekkert launungarmál að mig langar að spila í öðru landi og í sterkari deild. Þá vil ég fá að spila meira ef ég á að vera áfram hjá Viking Stavanger. Það sem skiptir þó mestu máli er það er félaginu fyrir bestu.“

Jón Daði kom til Viking Stavanger frá Selfoss fyrir þremur árum síðan.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert