„Einn daginn mun ég fara til himna“

Sepp Blatter sagði af sér nokkrum dögum eftir að hann …
Sepp Blatter sagði af sér nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti FIFA: AFP

Sepp Blatter, forseti FIFA, segist vera með hreina samvisku og að þeir sem kalli hann spilltan ættu að vera sendir í fangelsi.

Blatter tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi segja af sér í kjölfar áberandi rannsóknir á spillingarmálum innan knattspyrnusambandsins. Hann sagði þýska tímaritinu Bild að hann hafi þó ekki gert neitt rangt.

„Ég get bara hrist höfuðið yfir þessu. Það ætti að handtaka þá sem kalla mig spilltan,“ sagði Blatter en honum var líkt við Jesú Krist af forseta dóminíska lýðveldisins fyrr á árinu. 

„Trúin hefur gefið mér styrk síðustu viku. Ég er trúaður maður og ég trúi því að ég muni fara til himna einn daginn,“ hélt Blatter áfram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert