Sara Björk í bikarúrslitin

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði sænska knattspyrnuliðsins Rosengård, og stöllur hennar tryggðu sér í gær farseðilinn í bikarúrslitin þegar liðið burstaði Umeå, 4:1.

Sænska landsliðskonan Therese Sjögran lék kveðjuleik sinn á ferlinum og hún kvaddi með því að skora eitt af mörkum Rosengård. Hin þrjú mörkin skoruðu Marta, Amanda Ilestedt og Kirsten Van de Ven.

Sjögren var hyllt í leikslok en hún lék 214 landsleiki fyrir Svía, varð fjórum sinnum sænskur meistari, og vann silfur og brons á HM og EM með Svíum. Hún mun þó ekki yfirgefa Rosengård því hún tekur við starfi íþróttastjóra hjá félaginu. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert