Mark og stórleikur Arons gegn Kúbu - myndskeið

Aron Jóhannsson fagnar marki sínu í kvöld.
Aron Jóhannsson fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Aron Jóhannsson átti stórleik með bandaríska landsliðinu í knattspyrnu í kvöld þegar það gjörsigraði Kúbu, 6:0, í átta liða úrslitum Gullbikarsins, meistarakeppni Norður- og Mið-Ameríku, en liðin mættust í Baltimore í kvöld.

Aron skoraði þriðja mark bandaríska liðsins á 32. mínútu þegar hann lyfti boltanum glæsilega yfir Guerra í marki Kúbu - sjá myndskeið fyrir neðan - lagði síðan upp fjórða markið fyrir Omar Gonzalez á 45. mínútu og krækti svo í vítaspyrnu á 64. mínútu. Aron spilaði allan leikinn.

Clint Dempsey skoraði úr vítaspyrnunni en hann gerði þrennu í leiknum, sína fyrstu fyrir bandaríska landsliðið. Þá gerði Gyasi Zardes eitt markanna.

Bandaríkin mæta annaðhvort Haiti eða Jamaíka í undanúrslitum keppninnar á miðvikudagskvöldið en sá leikur hefst á miðnætti.

Mark Arons má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert