Jovetic á leið til Ítalíu

Stevan Jovetić í landsliðsgallanum.
Stevan Jovetić í landsliðsgallanum. Ljósmynd/Wikipedia

Stevan Jovetić, landsliðsmaður Svartfjallalands í knattspyrnu, er við það að ganga til liðs við ítalska félagið Inter. Ítalska félagið hefur staðfest þetta en leikmaðurinn er á leiðinni til Ítalíu í læknisskoðun.

Jovetić kemur til Mílanó á morgun og fer í læknisskoðun á þriðjudaginn,“ kemur fram í yfirlýsingu frá Inter. Ekki kemur fram hvort félagsskiptin séu endanleg eða hvort Jovetić fari til Ítalíu sem lánsmaður.

Svartfellingurinn gekk til liðs við Manchester City frá Fiorentina árið 2013 en náði sér aldrei almennilega á strik í ljósbláa búningnum. Hann var mikið meiddur og skoraði 11 mörk í 43 leikjum fyrir City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert