Frábær endurkoma Kára og félaga

Kári og félagar unnu sætan sigur í kvöld.
Kári og félagar unnu sætan sigur í kvöld. mbl.is/Eggert

Kári Árnason og félagar hans í Mal­mö eru komnir áfram í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu Malmö sigraði Salzburg 3:0 í Svíþjóð í kvöld í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Kári lék allan leikinn í vörn Malmö og stóð fyrir sínu.

Austurríkismennirnir sigruðu fyrri leikinn 2:0 og því ljóst að róðurinn gæti orðið þungur fyrir Kára og félaga. Þeir hófu leikinn af krafti og voru komnir í 2:0 eftir 14 mínútna leik en mörkin skoruðu Durdic og Rosenborg.

Heimamenn skoruðu þriðja mark þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en þar var Rodic á ferðinni. Staðan í hálfleik því 3:0 og Malmö í góðum málum.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að skora í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Breytti engu þar um þó Adu, leikmaður Malmö, væri rekinn af velli á 64. mínútu eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Heimamenn fögnuðu sætum sigri og verða í pottinum þegar dregið verður í umspil riðlakeppninnar á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert