Arnór Ingvi á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum í sænsku úrvalsdeildinni í …
Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum þegar lið hans, Norrköping, sigraði Örebro 3:1 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arnór skoraði fyrsta mark Norrköping á 20. mínútu og lék allan leikinn á miðjunni.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan leikinn í liði Örebro en Eiður Aron Sigurbjörnsson var ekki í leikmannahópnum.

Gestirnir komust í 2:0 en heimamenn minnkuðu muninn um miðjan síðari hálfleikinn. Norrköping skoraði þriðja mark sitt strax í kjölfarið og gerði út um leikinn. 

Eftir leikinn er Norrköping í öðru sæti deildarinnar með 38 stig,  jafnmörg stig og Gautaborg sem er í toppsætinu. Örebro er í næst neðsta sæti með 13 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert