Ögmundur hélt hreinu

Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. Ljósmynd/Heimasíða Hammarby

Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni i knattspyrnu, hélt hreinu er lið hans vann Falkenberg 1:0 í dag.

Fredrik Thorsteinboi skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu, en Ögmundur lék allan leikinn í marki Hammarby.

Hann hefur verið í lykilhlutverki frá því hann kom frá Randers í sumar. Hann hefur haldið hreinu í síðustu þremur leikjum liðsins en það situr í 12. sæti með 22 stig. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby.

Arnór Ingvi Traustason spilaði þá allan leikinn fyrir Norrköping sem gerði 1:1 jafntefli við Åtvidaberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka