Viking og Vålerenga töpuðu

Elías Már Ómarsson kom inná sem varamaður í tapi Vålerenga …
Elías Már Ómarsson kom inná sem varamaður í tapi Vålerenga gegn Molde í dag. Ljósmynd/vif-fotball.no

Íslendingaliðin Viking og Vålerenga töpuðu bæði leikjum sínum í efstu deild í Noregi í dag með einu marki gegn engu. Viking tapaði fyrir Odd Grenland á meðan Vålerenga tapaði fyrir Molde. 

Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson voru allir í byrjunarliði Viking í tapinu í dag. Indriði og Jón Daði spiluðu allan leikinn, en Steinþór Freyr sem hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik var skipt af velli á 54. mínútu leiksins. 

Elías Már Ómarsson hóf leikinn í dag á varamannabekk Vålerenga og kom svo inn á þegar um það bil korter var eftir af leiknum. 

Odd Grenland styrkti stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri sínum, en staðan er þannig að Viking Stavanger er enn í þriðja sæti deildarinnar sem veitir Evrópusæti á næstkomandi tímabili með 37 stig, Vålerenga er í fjórða sæti með 35 og Odd Grenland er með 35 stig í fimmta sæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert