Sögulegur sigur gegn Hollandi

Íslensku leikmennirnir fagna sögulegum sigri liðsins gegn Hollandi með stuðningsmönnum …
Íslensku leikmennirnir fagna sögulegum sigri liðsins gegn Hollandi með stuðningsmönnum sínum í kvöld. AFP

Sigur Íslands var ekki eingöngu gríðarlega mikilvægt skref í átt að lokakeppni Evrópumóts landsliða. Þar að auki skráðu Íslendingar sig á spjöld sögunnar með sigrinum í kvöld.

Ísland varð í kvöld fyrsta landsliðið til þess að vinna Holland í báðum leikjum liðanna í riðlakeppni í undankeppni stórmóts. 

Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið í sögunni sem Holland tapar í undankeppni Evrópumóts landsliða á heimavelli. Þá hafði Holland ekki tapað á heimavelli í undankeppni stórmóts síðan liðið laut í lægra haldi gegn Portúgal árið 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert