Aron fékk 20 mínútur

Aron Jóhannsson sækir að marki Perú í leiknum í nótt.
Aron Jóhannsson sækir að marki Perú í leiknum í nótt. AFP

Aron Jóhannsson kom inná sem varamaður hjá bandaríska landsliðinu í knattspyrnu þegar það sigraði Perú, 2:1, í vináttulandsleik í Washington í nótt.

Daniel Chávez kom Perú yfir á 20. mínútu en Jozy Altidore svaraði fyrir Bandaríkin með tveimur mörkum á 60. og 68. mínútu. Þremur mínútum síðar var Aroni skipt inná.

Aron og bandaríska liðið verða aftur á ferðinni aðfaranótt miðvikudags en þá er leikið gegn Brasilíiumönnum í Foxborough í Massachusetts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert