Gætu Árósar leikið eftir „íslenska kraftaverkið“?

Hallgrímur Jónasson er fyrirliði OB Odense en þar leikur einnig …
Hallgrímur Jónasson er fyrirliði OB Odense en þar leikur einnig fastamaðurinn í landsliðinu, Ari Freyr Skúlason. Eggert Jóhannesson

„Þó að við séum lítið land þá trúum við á verkefnið. Við æfum vel frá unga aldri. Það er aðdáunarvert að Ísland, sem hefur færri íbúa en Árósar, komist þrátt fyrir það á lokamót í handbolta, körfubolta og fótbolta,“ sagði landsliðsmaðurinn Hallgrímur Jónasson og fyrirliði OB við danska fjölmiðla í dag.

Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem tryggði sig í fyrsta skipti inn á lokamót á dögunum hefur skiljanlega vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum á síðustu dögum.

Samanburður við Árósar hefur verið vinsæll - enda búa þar um 320 þúsund manns, 9100 íbúum færra heldur en á Íslandi samkvæmt tölum hagstofunnar.

Hafa menn þar á bæ leikið spurt sig hvort lið sem samanstendur aðeins af leikmönnum frá Árósum gæti leikið eftir „íslenska kraftaverkið“ eins og það er orðað í greininni. Það lið yrði þó aldrei eins sterkt og íslenska landsliðið.

„Hugarfarið hefur eitthvað að segja. Svo æfa börn frá 5-6 ára aldri mikið. Miklu meira heldur en í Danmörku,“ sagði Hallgrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka