„Komumst vonandi á skrið“

Cesc Fabregas fagnar marki sínu ásamt Loic Remy.
Cesc Fabregas fagnar marki sínu ásamt Loic Remy. AFP

Leikmenn Chelsea gengu loksins brosandi af leikvelli eftir 4:0 sigur gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í Meistaradeildinni í kvöld.

„Leikmönnum fannst eins og hjá öllum stórliðum að við yrðum að ná góðum úrslitum og góðum leik. Okkur tókst það og vonandi er þetta byrjunin á góðu skriði hjá okkur,“ sagði Césc Fábregas miðjumaður Chelsea sem skoraði fjórða mark Englandsmeistaranna í leiknum.

„Byrjunin hjá okkur á tímabilinu hefur verið erfið. Við þurftum á svona leik að halda og vonandi kemur þessi sigur okkur á rétta braut,“ sagði Gary Cahill sem bar fyrirliðabandið hjá Chelsea í stað John Terry sem var settur á bekkinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert