Fyrsta af 501 marki Ronaldo (myndskeið)

Cristiano Ronaldo fagnar marki með Sporting Lissabon.
Cristiano Ronaldo fagnar marki með Sporting Lissabon. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði í gærkvöld sitt 501. mark á ferlinum þegar hann skoraði bæði mörk Real Madrid í 2:0 sigri á móti Malmö í Meistaradeildinni.

Ronaldo hóf sinn feril hjá Sporting Lissabon í Portúgal og lék með því tímabilið 2002-03 en frá Sporting fór hann til Manchester United. Hann lék með United til ársins 2009 en þá samdi hann við Real Madrid.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sporting Lissabon en hann skoraði 5 mörk fyrir félagið, 118 fyrir Manchester United, hann hefur skorað 55 mörk fyrir portúgalska landsliðið og mörkin eru orðin 323 fyrir Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert