„Hann er með stærri brjóst en ég“

Robbie Keane í leik með LA Galaxy.
Robbie Keane í leik með LA Galaxy. AFP

Robbie Keane, fyrirliði írska landsliðsins í knattspyrnu, skaut föstum skotum til baka á Roy Keane, aðstoðarþjálfara landsliðsins á blaðamannafundi í dag.

Robbie, sem er 35 ára gamall, eignaðist barn á dögunum en Roy Keane varð spurður út í það hvort Robbie myndi spila með írska landsliðinu.

Roy sagði að Robbie myndi auðvitað spila enda pungaði hann ekki út barninu og eina sem mögulega gæti komið í veg fyrir það er ef Robbie myndi gefa barninu brjóst.

„Roy er vanur að gefa brjóst, enda er hann með miklu stærri brjóst en ég,“ sagði Robbie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert