Blatter, Valcke og Platini í 90 daga bann

Michel Platini (t.h.) ásamt Sepp Blatter, eru komnir í 90 …
Michel Platini (t.h.) ásamt Sepp Blatter, eru komnir í 90 daga bann af afskiptum mála hjá FIFA. AFP

Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að setja Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, framkvæmdastjóra og Michel Platini í 90 daga bann frá afskiptum af málum sambandsins. 

Platini er varaforseti FIFA auk þess að vera forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Þetta var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar. Þá var einnig samþykkt að  Chung Mong-joon, fyrrverandi varaforseti FIFA, verði bannað að hafa afskipti af knattspyrnu næstu sex ár og verði auk þess að greiða 100 þúsund svissneskra franka í sekt, jafnvirði um 13 milljóna króna. 

Blatter, Valcke og Platini sæta rannsókn á vegum framkvæmdastjórnar FIFA um þessar mundir vegna gruns um spillingu í störfum sínum fyrir sambandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert