Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Cesena í B-deildinni á Ítalíu, skoraði magnað aukaspyrnumark fyrir liðið í 3:1 tapi gegn Cagliari í dag.
Hörður skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í dag en það kom á 73. mínútu úr aukaspyrnu. Færið var af 35 metrunum og söng boltinn í netinu, nánar tiltekið samskeytunum.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Fantastic free kick goal from @HordurM34 today for @cesenacalcio. #TeamTotalFootball pic.twitter.com/PH6cGoU6U8
— Total Football (@totalfl) October 11, 2015