Haraldur upp í sænsku úrvalsdeildina

Haraldur Björnsson í treyju Östersunds FK.
Haraldur Björnsson í treyju Östersunds FK. Östersunds Posten

Haraldur Björnsson og félagar hans í Östersund tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 1:1 jafntefli á útivelli við Syrianska í sænsku B-deildinni í kvöld.

Haraldur lék allan leikinn í marki Östersund, sem er í öðru sæti deildarinnar með 59 stig, stigi á eftir toppliði Jönköping. Liðið hefur hins vegar fjögurra stiga forskot á Sirius sem er í þriðja sæti og kemst því beint upp um deild.

Haraldur var lengst af varamarkvörður hjá Östersund á tímabilinu, en kom inní liðið í haust og  hefur spilað sjö leiki með liðinu í deildinni frá þeim tíma. Hann kom til félagsins fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa spilað með norsku liðunum Strömmen, Sarpsborg og Fredrikstad

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert