Mikil pressa á Benitez í kvöld

Rafael Benitez situr hér fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.
Rafael Benitez situr hér fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. AFP

Franski framherjinn Karim Benzema sem stendur í ströngu vegna aðildar sinnar í fjárkúgunarmáli heima fyrir snýr til baka í lið Real Madrid sem mætir erkifjendum sínum á Santiago Bernabeau síðdegis í dag. 

Benzema sem hefur misst af síðustu sex leikjum Real Madrid vegna meiðsla hefur náð fullum bata og verður í leikmannahópi Real Madrid í kvöld.  

„Benzema verður í leikmannahópnum. Hann hefur æft vel og er hluti af leikmannhópnum. Við eigum hins vegar eftir að taka ákvörðun hvort að hann verði í byrjunarliðinu, sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Real Madrid á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í dag. i

Gareth Bale og James Rodriguez sneru til baka eftir meiðsli þegar liðið laut í lægra haldi gegn Sevilla í síðustu umferð spænku deildarinnar. 

Þá staðfesti Benitez einnig að Sergio Ramos, fyrirliði liðsins og markvörðurinn Keylor Navas hafi náð sér af meiðslum sínum.

Benitez gaf sér einnig tíma á blaðamannafundinum til þess að ræða leikstíl Real Madrid. 

„Real Madrid spilar ákveðin leikstíl sem einkennist af sóknarsinnuðu hugarfari og liðið reynir ávallt að sækja og skora eins mörg mörk og nokkur kostur er óháð því hver er andstæðingur liðsins,“ sagði Benitez um leikfræði Real Madrid.  

„Við þurfum ekki að einbeita okkur að því hvernig andstæðingurinn leggur upp leikinn. Þegar við spilum á heimavelli fyrir framan stuðningsmennina okkar erum við alltaf sigurstranglegra liðið að mínu mati. Við munum hins vegar mæta frábæru liði í dag,“ sagði Bentiez enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert