Siðanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, vill að Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, verði settur í lífstíðarbann frá afskiptum af íþróttinni.
BBC skýrir frá því að þetta fullyrði lögfræðingur Platinis, en Frakkinn er um þessar mundir í 90 daga banni frá fótbolta, ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA, á meðan leitað er skýringa á greiðslu sem Platini fékk frá sambandinu fyrir fjórum árum.
Áður hafa verið fregnir um að Blatter og Platini gætu átt yfir höfði sér sjö ára bann frá afskiptum af knattspyrnu.