FIFA vill setja Platini í lífstíðarbann

Michel Platini.
Michel Platini. AFP

Siðanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, vill að Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, verði settur í lífstíðarbann frá afskiptum af íþróttinni.

BBC skýrir frá því að þetta fullyrði lögfræðingur Platinis, en Frakkinn er um þessar mundir í 90 daga banni frá fótbolta, ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA, á meðan leitað er skýringa á greiðslu sem Platini fékk frá sambandinu fyrir fjórum árum.

Áður hafa verið fregnir um að Blatter og Platini gætu átt yfir höfði sér sjö ára bann frá afskiptum af knattspyrnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert