Norskir miðlar greina frá því að Alexander Söderlund framherji norska meistaraliðsins Rosenborg og norska landsliðsins sé á leið til franska liðsins St.Etienne.
Söderlund, sem lék með FH sumarið 2009, varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 22 mörk.
Brottför Söderlund gæti opnað leiðina fyrir Matthías Vilhjálmsson að vinna sér fast sæti í liði Rosenborg en hann gekk í raðir liðsins á miðju tímabili frá Start.