Í bann eftir að kalla Blanc homma

Serge Aurier
Serge Aurier AFP

Forseti franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, hefur sett varnarmanninn Serge Aurier í ótímabundið bann eftir að hann móðgaði þjálfara liðsins með ummælum sínum í myndskeiði. 

Í myndskeiðinu sem Aurier og vinir hans tóku upp og birtu á Periscope á laugardagskvöldið kallar hann þjálfarann, Laurent Banc, homma með niðrandi orðalagi (faggot) og þegar vinur hans spyr um hvork Blanc totti Zlatan (Ibrahimovic)? þá svarar  Aurieranswers: „Já hann tekur allt upp í sig, jafnvel eistu hans.“

Serge Aurier og Laurent Blanc þjálfari PSG
Serge Aurier og Laurent Blanc þjálfari PSG AFP

Í tilkynningu sem Nasser Al-Khelaifi  sendi frá sér í gær kemur fram að hann hafi tekið ákvörðun um að setja Serge Aurier í bann ótímabundið.  Paris Saint-Germain sé sterk stofnun sem enginn fái að skaða.

Þetta þýðir að Aurier muni ekki leika með í fyrsta leik PSG í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea á heimavelli í París, Parc des Princes.

Ákvörðun forsesta PSG var tilkynnt í kjölfar þess að Aurier, sem er 23 ára og kemur frá Fílabeinsströndinni, var vísað af æfingu með liðinu í gær. 

Aurier baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og segir í samtali viðCanalPlus og beIN Sports að það sem hann hafi gert sé heimskulegt og óafsakanlegt. „Ég bið bæði þjálfarann og stuðningsmenn liðsins afsökunar.“

Liðsfélagar Serge Aurier og Zlatan Ibrahimovic
Liðsfélagar Serge Aurier og Zlatan Ibrahimovic AFP

„Ég harma það sem gerðist og er reiðubúinn til þess að taka afleiðingum þess. Það eina sem ég get gert er að þakka Laurent Blanc fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og PSG,“ segir Aurier í viðtali við fjölmiðla.

Í myndskeiðinu sést vinur Aurier spyrja hann spurninga er þeir sátu saman og reyktu vatnspípu á laugardagskvöldið. Aurier lét fleiri félaga í liðinu heyra það og sagði meðal annars að Angel di Maria væri trúður. Þegar vinur hans spyr hvor sé betri markvörður Salvatore Sirigu eða Kevin Trapp var svar Auriers einfalt: Sirigu er búinn að vera.

Frétt Le Parisien

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Aurier, sem er fæddur á Fílabeinsströndinni en uppalinn í úthverfi Parísar, kemur  sér í vandræði. Þegar PSG sparkaði Chelsea út úr 16 liða keppninni í fyrra, þrátt fyrir að Ibrahimovic hafi fengið rautt spjald, þá bölvaði Aurier Björn Kuipers dómara í sand og ösku í myndskeiði sem var birt á netinu. Aurier var settur í bann í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka