Stórkostlegt mark í Malasíu (myndskeið)

Nokkrum sekúndum síðar fauk boltinn í markið.
Nokkrum sekúndum síðar fauk boltinn í markið. Skjáskot/Youtube

Eflaust kannast fáir íslenskir knattspyrnuunnendur við Faiz Subri, 28 ára gamlan miðjumann frá Malasíu. Hann skoraði stórglæsilegt mark í deildarleik í Malasíu í gær en ótrúlegt skot hans endaði í markinu, bakvið ráðalausan markvörð andstæðinganna.

Lið Subri, Pulau Pinang, sigraði Pahang, 4:1. Boltinn sveif þá með ótrúlegum snúningi framhjá markverðinum. „Ég reyni alltaf að æfa aukaspyrnur. Stundum heppnast þær vel og stundum ekki,“ sagði Subri eftir leikinn.

„Þegar ég fékk boltann í gær ætlaði ég að gera nákvæmlega það sem gerðist,“ bætti Subri við.

Myndskeið af markinu má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert