Athyglisvert tíst birtist á stuðningsmannasíðu franska knattspyrnuliðsins Nantes á Twitter þar sem landsliðsmanninum Kolbeini Sigþórssyni, leikmanni félagsins, var líkt við bílategundina breiðu, Hummer.
Tístið birtist undir grínfrétt þar sem ýmsum knattspyrnumönnum var líkt við bíla en í færslu stuðningsmannasíðunnar sagði í lauslegri þýðingu: „Það vantar Kolbeins-Hummerinn. Hann getur sannarlega stýrt honum.“
Ekki er vitað hvort það tengist orðum þjálfara félagsins, Michel Der Zakarian, um að Kolbeinn væri of þungur eða hvort það beri vitni um óvenju gott jafnvægi Kolbeins. Kenning þjálfarans var að minnsta kosti fljótlega hrakin, meðal annars af Agli Einarssyni líkamsræktarfrömuði.
Hey, Michel Der Zakarian manager of Nantes. Pull up your pants and read this you twat!
— Egill Einarsson (@EgillGillz) December 22, 2015
6,3% #Sigthorsson pic.twitter.com/Urjqzh663N
Kolbeinn hrakti einnig kenninguna með því að svara fyrir sig á vellinum en hann hefur spilað frábærlega með liði Nantes eftir áramót og skorað þrjú mörk á árinu.
[#Image] Les véhicules des footballeurs
— Footballogue (@Footballogue) February 21, 2016
via @InsoliteFoot pic.twitter.com/0KJwgQJlcQ
@Footballogue @InsoliteFoot il manque le hummer de Sigthorsson ;) mais il sait le conduire haha
— FCNActiv (@FCN_ACTIV) February 21, 2016