Það er fáir sem geta mótmælt því að Barcelona er besta knattspyrnulið heims en vítaspyrnur er ekki sterkasta hlið Katalóníuliðsins.
Lionel Messi brást bogalistin af vítapunktinum í dag í 6:0 sigri á móti Getafe og heimsins besti knattspyrnumaður hefur klúðrað fjórum af átta vítaspyrnum Börsunga á tímabilinu.
Það er ekki bara Messi sem hefur átt erfitt uppdráttar af vítapunktinum en af 20 vítaspyrnum sem Barcelona hefur fengið á þessari leiktíð hefur það aðeins nýtt 10.
Þetta hefur þó ekki komið að sök því liðið er með 11 stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar og er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.