Fjórir íslenskir leikmenn komu við sögu þegar Malmö lagði Norrköping að velli, 3:1, í opnunarleik sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag en þarna áttust við meistarar tveggja síðustu ára.
Arnór Ingi Traustason lagði upp mark Norrköping en meistararnir komumst yfir á 16. mínútu með marki frá Cristoffer Nyman. Staðan var 1:0 að loknum fyrri hálfleik en í þeim síðari gengu heimamenn í Malmö á lagið og skoruðu þrjú mörk.
Kári Árnason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Malmö og Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Malmö, en var tekinn af velli á 77. mínútu leiksins.
Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn fyrir Norrköping sem varð sænskur meistari 2015 en Malmö vann deildina árið 2014.