Fyrsta mark Jóns Guðna (myndskeið)

Jón Guðni Fjóluson í búningi Norrköping.
Jón Guðni Fjóluson í búningi Norrköping. Ljósmynd/ifknorrkoping.se

Jón Guðni Fjóluson opnaði markareikning sinn fyrir Norrköping þegar liðið lagði Kalmar, 4:1, í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Jón Guðni, sem kom frá Sundsvall í sumar, spilaði allan leikinn og skoraði annað mark Norrköping með skalla eftir hornspyrnu eins og sjá má í myndskeiðinu neðst í fréttinni. Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli níu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsti sigur liðsins á nýju tímabili.

Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrsta klukkutímann fyrir Malmö sem tapaði á útivelli fyrir Jönköpings Södra, 3:2. Kári Árnason spilaði allan leikinn í hjarta varnar Malmö, sem hefur þrjú stig eftir tvo leiki.

Þá spilaði Hjálmar Jónsson allan leikinn fyrir Gautaborg sem lagði Häcken á heimavelli, 1:0. Hjálmar og félagar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eru á toppnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert