Arnór í raðir Rapid Vín fyrir metfé

Arnór í landsleik gegn Póllandi á síðasta ári.
Arnór í landsleik gegn Póllandi á síðasta ári. AFP

Landsliðsmaðurinn og EM-farinn, Arnór Ingvi Traustason, er genginn í raðir aust­ur­ríska úr­vals­deild­arliðsins Rapid Vín. Félagsskiptin voru staðfest á heimasíðu fráfarandi félags Arnórs, Norr­köp­ing í Svíþjóð.

Rapid Vín er austurrískur meistari og samkvæmt þarlendum fjölmiðlum borgar félagið metfé fyrir íslenska landsliðsmanninn. Hann gengur í raðir félagsins eftir EM í sumar en talið er að liðið borgi um rúmar tvær milljónir evra, eða um 315 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn.

Arn­ór er fædd­ur árið 1993 og hef­ur verið lyk­ilmaður í liði Norr­köp­ing síðustu tvö árin og varð sænskur meistari með félaginu í fyrra.

Arnór hefur einnig leikið afar vel í þeim sex landsleikjum sem hann hefur fengið tækifæri í með A-landsliði karla. Þar hefur kappinn leikið sex leiki og skorað þrjú mörk en honum var á dögunum verðlaunuð frammistaðan með sæti í lokahóp Íslands sem fer á Evrópumeistaramótið í Frakklandi í fyrsta skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert