Rétta skrefið á þessum tímapunkti

Hannes Þór ver markskot í leik Íslendinga og Frakka á …
Hannes Þór ver markskot í leik Íslendinga og Frakka á EM í fótbolta. AFP

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, samdi í gær við danska úrvalsdeildarfélagið Randers til þriggja ára.

Hannes var samningsbundinn NEC Nijmegen í Hollandi en var lánaður til norska úrvalsdeildarliðsins Bodö/Glimt fyrir tímabilið.

Hann leikur sinn síðasta leik með Bodö/Glimt á morgun þegar það tekur á móti Odd og á mánudaginn verður hann svo kominn í herbúðir Randers en liðið spilar þann dag sinn fyrsta leik í deildinni, útileik á móti Midjylland. Hannes reiknar þó ekki með að standa vaktina í þeim leik en segir að það sé í höndum þjálfarans en Ólafur H. Kristjánsson var í vor ráðinn þjálfari liðsins.

Sjá viðtal við Hannes Þór í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert