Knattspyrnusamband Tyrklands hefur rekið 94 starfsmenn sambandsins, þar á meðal dómara, eftir valdaránstilraunina gegn forseta Tyrklands, Tayyip Erdogan, þann 15. júlí.
„Sambandið taldi nauðsynlegt að segja upp 94 starfsmönnum, þar á meðal dómurum á öllum stigum, svæðisbundnum dómaranefndum og eftirlitsmönnum,“ kom fram í tilkynningu frá sambandinu.
Allir meðlimir í nefndum sem eru á vegum sambandsins var vikið frá störfum yfir síðustu helgi til að hægt væri að athuga hvort einhverjir væru tengdir valdaráninu.
Yildirim Demiroren, formaður sambandsins, hefur sagt að allir deildarleikir og landsleikir Tyrklands verði spilaðir samkvæmt fyrri áformum þrátt fyrir valdaránstilraunina.