Kári ósammála sænsku pressunni

Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson í leik með íslenska …
Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn Portúgal á EM 2016. Skapti Hallgrímsson

Sænska vefsíðan fotbollskanalen.se hélt því fram í frétt sinni í dag að það hefði auðveldað ákvörðun sænska knattspyrnufélagsins Malmö að selja Viðar Örn Kjartansson frá félaginu að framherjinn hefði ekki verið vinsæll innan herbúða félasins. 

Samkvæmt frétt fotballskanalen gekk Viðari Erni illa að aðlagast leikmannahópnum. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. 

Kári Árnason sem lék með Viðar Erni hjá Malmö var snöggur að svara þessum fregnum sem hann segir fjarri sannleikanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert