Nær Ronaldo 100 mörkunum?

Cristiano Ronaldo fagnar marki gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni á …
Cristiano Ronaldo fagnar marki gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. AFP

Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum. Flestra augu munu beinast að viðureign Borussia Dortmund Evrópumeistara Real Madrid sem eigast við í Dortmund. Bæði lið hrósuðu sigri í fyrstu umferðinni. Dortmund kjöldró pólska liðið Legia Varsjá, 6:0, en Real Madrid marði Sporting Lissabon, 3:0.

Cristiano Ronaldo gæti orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora 100 mörk í Meistaradeildinni en til þess þarf Portúgalinn frábæri að skora þrennu í kvöld gegn sterku liði Dortmund. Menn bíða spenntir eftir að sjá viðbrögð hans, en Ronaldo var tekinn af velli í leiknum gegn Las Palmas um nýliðna helgi og það féll stórstjörnunni ekki vel í geð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert