Hjálmar hélt aftur af tárunum (myndskeið)

Hjálmar Jónsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Hjálmar Jónsson á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert

Hjálmar Jónsson var nálægt því að beygja af þegar hann ræddi við sænsku sjónvarpsstöðina TV4 í kvöld, eftir síðasta heimaleik sinn á 15 árum í röðum IFK Gautaborgar.

Hjálmar kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik hjá Gautaborg, þegar Thomas Rogne meiddist, og krækti í vítaspyrnu í 2:2-jafntefli sem tryggði liðinu 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Eftir leik, og ekki síður þegar hann kom inn á völlinn, var Hjálmar hylltur af stuðningsmönnum Gautaborgar enda búinn að vera félaginu dyggari þjónn en gengur og gerist í fótboltaheiminum.

Hjálmar var spurður út í tilfinningar sínar og átti bágt með að svara:

„Ah... AH! Það er bara að sjá alla hérna... 15 ár, ég veit ekki hvað ég get sagt fleira. Nú þarf ég finna mér eitthvað annað að gera,“ sagði Hjálmar. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert