Tíu breytingar á liði Íslands

Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði íslenska liðsins í dag.
Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði íslenska liðsins í dag. Ómar Óskarsson

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Möltu en hann hefst klukkan 18:00. Tíu breytingar eru gerðar á liðinu frá því gegn Króatíu.

Ingvar Jónsson kemur í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Ari Freyr Skúlason er búinn að jafna sig af meiðslum og kemur inn fyrir Hörð Björgvin Magnússon sem byrjaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu.

Sverrir Ingi Ingason og Hólmar Örn Eyjólfsson eru í miðri vörn og Birkir Már Sævarsson heldur sæti sínu í hægri bakverðinum.

Viðar Örn Kjartansson og Arnór Smárason byrja þá báðir auk þess sem Elías Már Ómarsson fær tækifærið frammi. Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði.

Byrjunarlið Íslands: Ingvar Jónsson Vörn: Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Ari Freyr Skúlason Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Rúnar Már Sigurjónsson, Ólafur Ingi Skúlason (C), Arnór Smárason Sókn: Viðar Kjartansson, Elías Már Ómarsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert