Gleymdi vegabréfinu og missti af fluginu

Caio Junior er hér lengst til hægri og fagnar sínum …
Caio Junior er hér lengst til hægri og fagnar sínum mönnum. AFP

Matheus Saroli er 21 árs gamall, sonur Caio Junior sem var þjálfari brasilíska liðsins Chapecoense, en flugvél sem flutti liðið fórst í Kólumbíu seint í gærkvöldi.

Saroli átti að vera um borð í vélinni, en hann ætlaði að ferðast með föður sínum. Þegar á flugvöllinn var komið kom hins vegar í ljós að hann hefði gleymt vegabréfinu sínu og komst því ekki með í hina örlagaríku ferð.

Þá voru nokkrir leikmenn sem ekki fóru með vegna meiðsla eða leikbanna. Einn þeirra er Alejandro Martinuccio sem var meiddur. Hann biður fólk um að biðja fyrir félögum sínum.

Staðfest hefur verið að 76 af þeim 81 sem var um borð í vélinni hafi farist. Sex manns var bjargað á lífi úr flaki vélarinnar en einn þeirra hafi látist af sárum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert