Áttuðu sig ekki á mikilvægi Rúnars

Rúnar Már Sigurjónsson í leik Grasshopper gegn KR fyrr í …
Rúnar Már Sigurjónsson í leik Grasshopper gegn KR fyrr í sumar. Andy Mueller/freshfocus

Brotthvarf Rúnars Más Sigurjónssonar frá sænska knattspyrnuliðinu Sundsvall í sumar var stærsta ástæðan fyrir því að liðinu gekk illa á seinni hluta tímabilsins þar í landi.

Þetta segir Eric Larsson, fyrrum samherji hans hjá Sundsvall, sem segir að forsvarsmenn félagsins hafi ekki áttað sig á því hversu mikilvægur Rúnar var fyrir liðið.

„Hann var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og áttuðum okkur sennilega ekki á því þá. Hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi og er virkilega góður alhliða leikmaður,“ sagði Larsson við FotbollDirekt.se.

Rúnar Már kom til Sundsvall árið 2013 og í vor skoraði hann sex mörk í ellefu leikjum. Í júlí var hann svo keyptur til Grasshopper í Sviss og þá fór að halla undan fæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka