Framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur samþykkt einróma tillögu þess efnis að fjölga liðum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði talað fyrir því að fjölga liðum úr 32 í 48 frá og með HM 2026. Það hefur verið samþykkt, og munu þá verða sextán riðlar í lokakeppninni með þremur liðum hvert.
Framkvæmdastjórnin fundar síðar í dag og mun niðurstaðan verða tíunduð nánar að fundi loknum.