Slær Eiði Smára við

Eiður í leik með Molde á síðustu leiktíð.
Eiður í leik með Molde á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Molde

Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner hafði óvænt félagaskipti til norska meistaraliðsins Rosenborg í gær eins og fram kom á mbl.is í gærkvöld.

Norðmaðurinn Ståle Solbakken, þjálfari danska meistaraliðsins FC København, vill meina að Bendtner sé „stærsta númerið“ sem hefur komið inn í norska boltann.

Á síðustu leiktíð fékk Molde Eið Smára Guðjohnsen til liðs við sig en í augum Solbakken eru félagaskipti Bendnters stærri. Það er vegna þess að Eiður var 37 ára gamall og var kominn undir lok ferils síns en Bendtner er 29 ára gamall.

„Hér erum við að tala um sóknarmann sem geta komið Rosenborg inn í Meistaradeildina,“ segir Solbakken.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert